Gæðavottun
Gæðastefna Póstdreifingar
Póstdreifing ehf. stefnir að því að veita viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og góða þjónustu með því að bæta stöðugt aðlögunarhæfni sína. Til þess leggur Póstdreifing áherslu á að:
- Þekkja og uppfylla þarfir viðskiptamanna og markaðarins.
- Veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf.
- Bjóða hagkvæma og góða þjónustu og standa við gefin þjónustuloforð.
- Stafsfólk sé á hverjum tíma meðvitað um væntingar viðskiptavina um gæði og starfi í samræmi við þær.
- Auka starfsánægju og liðsanda.
- Þjónusta við viðskiptavini og aðra sem fyritækið á í samskiptum við sé á þann hátt að það tryggi góðan orðstýr fyrirsækisins.
- Kvartanir og ábendingar séu skráðar og unnið að stöðugum eindurbótum.
- Að meðferð á eigum viðskiptavina séu samræmi við kröfur.
- Tryggja að auðlindir séu tiltækar fyrir gæðaumsjónakerfið.
- Uppfylla opinberar kröfur og kröfur ISO 9001 (ÍST EN ISO 9001)
Gæðamarkmið
Gæðaráð hefur sett gæðamarkmið, sem eru mælanleg og í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Gæðamarkmiðin eru, eftir því sem við á, sett fram í markmiðsyfirliti fyrirtækisins og í einstökum verkefnum svo sem fjárhagsætlun og frávikagreiningu á mánaðarlegum og árlegum uppgjörum. Að tryggja ánægju viðskiptavina, birgja, starfsmanna, samfélagsins og eigenda. Gæðaráð vaktar árangur miðað við sett markmið. Gæðaráð miðlar upplýsingum um árangur. Gæðaráð leggur áherslu á að starfsmenn þekki þarfir og væntingar viðskiptavina og þær áhættur sem eru til staðar ef þjónusta raskast. Greining og mat
Gæðakerfi Póstdreifingar er vottað samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum.
En vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtækisins uppfyllir kröfur staðalsins.
Tilgangurinn með að hafa virkt gæðastjórnunarkerfi er að tryggja að þjónusta Póstdreifingar sé í samræmi við viðskiptaskilmála, það rammar inn starfsemina og eflir stjórnun og rekstur. Þá eru allir verkferlar skýrir og allir starfsmenn Póstdreifing hafa aðgang að gæðabók fyrirtækisins. Þá er áhersla lögð á mikilvægi þess að vakta og greina reksturinn til að skila samfelldum umbótum.
Jafnrétti
Hjá Póstdreifingu eru öll kyn metin á eigin forsendum, hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa. Póstdreifing hvetur til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál. Markmið jafnréttisstefnunnar er að gæta fyllsta jafnréttis milli kynjanna sbr. lög nr. 150/2020. Hver starfsmaður skal vera metinn og virtur á eigin forsendum og mismunun verður ekki liðin. Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að styðja starfsmenn til að sinna fjölskyldunni vegna langvarandi veikinda og viðveru starfsmanna vegna uppákomu í skóla barna þar sem því verður komið við. Einelti, fordómar, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verður ekki liðin. Póstdreifing ætlast til að starfsfólk beri fulla virðingu fyrir starfsumhverfi sínu og virði umgengnisreglur.
Sjá jafnlauna -og jafnréttisstefnu Póstdreifingar í heild sinni hér
SKÍRTEINI
Afrit af jafnlaunavottunarskírteini má finna hér.
Skirteini #1„Hver starfsmaður skal vera metinn og virtur á eigin forsendum og mismunun verður ekki liðin“