ÞJÓNUSTA

víÐtæk þjónustu á sviÐi blaÐa, fjölpósts og vörudreifingar.

Lögð er áhersla á sérhæfða þjónustu og lausnir er viðkemur blaða- og vörudreifingum, markhópagreiningu, plastpökkun og áritun og fleiru – allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Póstdreifing dreifir mest lesna dagblaði landsins, Fréttablaðinu, sex daga vikunnar til heimila á stór höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Að auki er Fréttablaðinu dreift á fjölfarna staði út um allt land.

Póstdreifing keyrir út vörur og sendingar til fyrirtækja og einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og hefur innleitt tölvukerfi með rekjanleika sendinga, track og trace. Með þessu kerfi má fylgjast með stöðu sendingar á auðveldan og aðgengilegan hátt.

Nánari upplýsingar um þjónustuliði er að finna hér að neðan.

AUGLýSINGAPóSTUR

Fjölpóstur

Hentar vel fyrir valin svæÐi

Fjölpóstur hentar vel fyrir staðbundin skilaboð því hægt er að senda til allra heimila eða velja ákveðna landshluta, ákveðin póstnúmer, ákveðin svæði eða valdar götur innan póstnúmers.

NáÐu persónulegra sambandi

Með fjölpósti er hægt að kalla eftir svörun með því að vísa í símanúmer, netfang eða vefsíðu og hvetja viðtakandann til að skrá sig. Þannig fær auglýsandinn frekari upplýsingar um viðtakandann, sem með viðbrögðum sínum gefur til kynna að slíkar póstsendingar séu honum ekki á móti skapi. Upplýsingarnar eru síðan nýttar til að senda honum frekara kynningarefni og koma á nánara sambandi.

FormiÐ frjálst

Þegar fjölpóstur er notaður sem auglýsingamiðill þarf ekki að binda sig við staðlað form. Engin skilyrði eru sett um lögun sendingarinnar, aðeins þyngd og rúmmál er takmarkað. Hann er því góð leið til að láta hugmyndflugið njóta sín.

Eftirfylgni eÐa undanfari

Með góðri skipulagningu á dreifingu og markvissri eftirfylgni næst betri árangur. Fjölpósturinn getur virkað vel sem stuðningsefni í annarri markaðssetningu, t.d. til að fylgja eftir sjónvarps- eða blaðaauglýsingum. Einnig hefur reynst vel að nota aðra auglýsingamiðla til að styðja og minna á fjölpóstinn.

198.250 Íslendinga eða 61% lesa fjölpóst.

Markpóstur

Hvers vegna aÐ senda markpóst?

Með markpósti getur auglýsandi átt bein samskipti við neytendur; upplýst þá um eiginleika vöru sinnar eða þjónustu, tilboð eða hvað sem vera vill. Ef rétt er haldið á spilum getur markpósturinn kallað á viðbrögð neytandans strax, sem bregst við með hringingu, tölvupóstsendingu, netskráningu eða mætingu á tiltekinn stað, allt eftir eðli vöru og inntaki skilaboða.

Hvers vegna virkar markpóstur svona vel?

Viðtakandinn er sérstaklega valinn í úrtak sem líklegur til að bregðast við. Auglýsandi nálgast hann á persónulegan og áþreifanlegan hátt og getur þannig haft áhrif á hugsanir hans og tilfinningar með jákvæðum, spennandi og traustvekjandi skilaboðum.

Svörun

Markpóstur inniheldur oft svarbréf, afsláttarmiða, umsóknareyðublað eða annað í þeim dúr og er því eitt áhrifaríkasta form markaðssetningar þar sem raunveruleg og mælanleg viðbrögð fást frá viðtakendum.

Mælanlegur árangur

Þar sem viðbrögð eru mæld getur fyrirtæki sem sendir markpóst mælt nákvæman kostnað af hverjum pósti sem skilar árangri og bætt þann árangur með hverri útsendingu því smám saman safnast upp upplýsingar sem auka skilning á viðskiptavinum.

Skilgreining markhópa

Góð skilgreining markhópa er nauðsynleg áður en markpóstur er sendur. Þannig nær auglýsandinn beint til þeirra aðila sem líklegastir eru til að bregðast við og forðast um leið að eyða óþarfa fjármunum í þá aðila sem vitað er fyrirfram að muni ekki gera það.

Hvort sem þú þarft að ná til einhvers af þessum hópum, annarra skilgreindra markhópa eða senda fjölpóst á alla landsmenn – þá getur Póstdreifing aðstoðað þig.

BLÖÐ OG TÍMARIT

Póstdreifing er einn stærsti dreifingaraðili landsins á blöðum og tímaritum og býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á því sviði.

MeÐal viÐskiptavina okkar eru:

 • Fréttablaðið
 • Hagkaup
 • Kringlan
 • Smáralind
 • Dominos
 • Birtingur
 • Lifandi Vísindi
 • Golfblaðið

Hægt er að dreifa ónafnmerktum blöðum sem berast inn á hvert heimili, eða til fyrirfram ákveðinna viðtakanda.

Vörudreifing

Póstdreifing hefur frá upphafi kappkostað að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi dreifingarþjónustu og hefur fyrirtækið í samstarfi við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið, Saga System, þróað og innleitt nýtt tölvukerfi sem gefur yfirlit yfir rauntímastöðu sendinga (e:track & trace).

Með þessu nýja tölvukerfi er hægt að fylgjast með stöðu sendingar í rauntíma, það er frá því sendingin er sótt og þangað til hún er afhent. Einnig er hægt að nálgast yfirlit yfir allar sendingar sem fara úr húsi og veitir yfirsýn yfir afgreiðslutíma sendinga og aksturskostnað.

Vörudreifing Póstdreifingar býÐur m.a. upp á:

 • Sérhæfða vörudreifingu
 • Heimsendingarþjónustu til fyrirtækja og/eða einstaklinga
 • Þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins
 • Hraðsendingu eða tímatengda afgreiðsla
 • Möguleikann á að fylgjast með stöðu sendingar frá upphafi til enda
 • Hátt þjónustustig

PÓSTMIÐLUN

Póstmiðlun Póstdreifingar tekur að sér dreifingu á öllum almennum bréfapósti, bögglum og sendingum fyrir fyrirtæki um allt land.

Plastpökkun og áritun

Póstdreifing ehf. býður viðskiptavinum sínum að plastpakka og árita blöð og tímarit. Fyrirtæki geta jafnframt fengið áritun á magnpóstsendingar og auglýsingapóst eftir markhópalistum.

Fyrirtækjaþjónusta

Mörg fyrirtæki nýta sér þjónustu Póstdreifingar til að sjá um allar póstsendingar, stórar sem smáar.

Á meÐal þess sem viÐ sjáum um er:

 • Dreifing á öllum bréfasendingum
 • Dreifing á fjölpósti
 • Dreifing á nafnamerktum tímaritum
 • Plöstun og merkingu á blöðum / tímaritum
 • Vörudreifingu
 • Hraðsendingu og sendlaþjónustu
 • Markhópalistagerð
Póstdreifing ehf | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 | kt: 550894 - 2389 | dreifing@postdreifing.is HAFA SAMBaND