Viðskiptaskilmálar

1. Dreifingarþættir

Bóka þarf dreifingu hjá sölufulltrúum Póstdreifingar. Ekki er hægt að ábyrgjast að sendandi fái umbeðinn dreifingardag ef dagurinn er uppbókaður. Semja þarf um afslætti við sölufulltrúa áður en dreifing fer fram og taka afsláttarkjör mið af tíðni, magni og þyngd.

 Póstdreifing áskilur sér rétt til lengri dreifingartíma ef nauðsyn krefur sökum utanaðkomandi þátta sem ekki er hægt að hafa áhrif á, vegna „force majeure“, seinkun á afhendingu dreifingarefnis, veikindi blaðbera o.s.frv.

 Póstdreifing sér um að dreifa til heimila á höfuðborgasvæðinu (pnr: 101-113, 170, 200-221, 225,270) og á Akureyri (pnr: 600 og 603). Dreift er til heimila á tímabilinu 01.00 – 7.15 virka daga, og frá 01.00-8.00 á laugardögum. Að auki er hægt að óska eftir dreifingu á öllu landinu eða til fyrirtækja, en sú dreifing fer í gegnum þriðja aðila og gilda þá viðskiptaskilmálar viðkomandi aðila.

 Póstdreifing áskilur sér rétt til að hafna dreifingu á blöðum, tímaritum og markpósti ef innihald þess særir blygðunarkennd eða er á einhvern hátt siðlaust.

   a. Nafnamerkt dreifing

Sökum einkaréttar ríkisins á bréfapósti í 0-50 g flokki þarf nafnamerktur póstur að vera 51 g eða þyngri.

 Öll nafnamerkt dreifing sem fara á í dreifingu hjá Póstdreifingu þurfa að bera sérstakt auðkennisnúmer hverfa sem sett er til viðbótar inn á nafnalista áður en nafnamerking þeirra fer fram. Viðbótarmerkingar eru gerðar hjá Póstdreifingu.

 Nafnalistar skulu sendir inn á rafrænu formi í samráði við sölufulltrúa. Villur á nafnalista, það er röng nöfn eða heimilisföng eru á ábyrgð sendanda.

 Skila þarf dreifingarefni tveimur virkum dögum fyrir áætlaðan dreifingardag (tilbúin til útsendingar, plöstuð eða óplöstuð og nafnamerkt).

 Ef ekki tekst að koma árituðum sendingum til skila, ef viðtakandi er fluttur eða er með ómerkta póstlúgu og finnst þar af leiðandi ekki er sending endursend til sendanda á hans kostnað.

   b. Ónafnamerkt dreifing

Skila þarf ómerktri dreifingu einum virkum degi á undan dreifingardegi, þ.e. ef pantað er dreifingu á mánudegi þarf að skila dreifingarefni til Póstdreifingar, eigi síðar en 9.00 á föstudegi.
Ef efni kemur seinna en 9.00 leggst á dreifinguna seinkunargjald sem sem er innheimt samkvæmt gjaldskrá.

 

2. Plastpökkun og áritun

Póstdreifing tekur að sér plastpökkun og áritun nafna á blöðum, tímaritum, bæklingum og öðrum prentgripum.

 Lágmarks stærð dreifingarefnis sem hægt er að plasta er um 16 cm á lengd og 18 cm á breidd. Lágmarksþykkt er breytileg, en fer eftir stífleika efnis. Hámarks stærð sem hægt er að plasta er um 21 cm á lengd og 28 cm á breidd. Hámarksþykkt á er um 3 cm.

 Afhending á plöstunarverkefnum eru háð fjölda eintaka og verkefnastöðu hvers tíma en sölufulltrúar geta gefið upp áætlaðan afhendingartíma fyrir hvert verkefni.

Skila þarf prentgrip sem fer í plöstun og/eða nafnamerkingu til Póstdreifingar, Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík. Semja þarf um skil á prentgrip við sölufulltrúa Póstdreifingar í hvert skipti fyrir sig.

 

3. Innskot

Útgefendur blaða og tímarita þurfa að semja við Póstdreifingu varðandi innskotsdreifingar sem settar eru inn í dreifingarefni. Þar skal samið um verð út frá þyngd og magni.

 

4. Póstmiðlun

Póstmiðlun er umboðsmiðlun á dreifingu á almennum bréfapósti sem er í einkarétti Íslandspósts í þyngdarflokknum 0-50 g og er áritaður á nafn viðtakanda og er ekki umfangsmeiri en hefðbundin stærðarviðmið á póstlúgu sem er lengd x breidd x hæð: 260 x 350 x 25 mm. Allur almennur bréfapóstur í póstmiðlun fer því í dreifingu í dreifikerfi Íslandspósts í gegnum Póstdreifingu.

Allir viðskiptaskilmálar um dreifingarfyrirkomulag, flokkun bréfa, stærðartakmörk, afhendingu, fjölda, póstlagningarmáta sem og annað sem kann að skipta máli við dreifingu og móttöku á almennum bréfum má finna á heimasíðu Íslandspósts.

 

5. Vörudreifing

Vörudreifing Póstdreifingar býður upp á dreifingarkerfi á höfuðborgasvæði og Akureyri. Póstdreifing sækir vörur til fyrirtækja sem eru í viðskiptum í vörudreifingu og kemur þeim áfram til viðtakanda. Hægt er að velja um fastar viðkomur nokkrum sinnum í viku eða daglega. Einnig er hægt að óska eftir tilboði í tilfallandi vörudreifingu. Semja þarf um verð hjá sölufulltrúa áður en dreifing fer fram og taka afsláttarkjör mið af tíðni, magni, þjónustuviðmiði og þyngd.

 

6. Annað

Heimili og fyrirtæki geta afþakkað fjölpóst og fríblöð með því að hafa samband við dreifingardeild Póstdreifingar, hægt er að fá senda límmiða sé þess óskað til að merkja póstlúgu með: „Afþakka fjölpóst” og „Afþakka fríblöð“.

 Póstdreifing virðir allar afþökkunarmerkingar á lúgum, óháð uppruna merkingar.

 Öllu umfram dreifingar- og prentefni sem Póstdreifing dreifir er fargað innan 2 vikna á kostnað sendanda, nema að sérstaklega hafi verið beðið um annað.

Innheimt er gjald fyrir geymslu á dreifingar- og prentefni og er gjaldið samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

 Póstdreifing innheimtir akstursgjald samkvæmt gjaldskrá þegar vörur eru sóttar í prentsmiðju.

 

 

 

 

 

Póstdreifing ehf | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 | kt: 550894 - 2389 | dreifing@postdreifing.is HAFA SAMBaND