Stefnur

Umhverfisstefna Póstdreifingar

Póstdreifing leggur mikla áherslu á að starfa á umhverfisvænan hátt enda teljum við það hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að huga vel að samspili manna og náttúru.

Póstdreifing hefur markað sér eftirfarandi umhverfisstefnu sem hagsmunaaðilum ber að fylgja og vera meðvitaðir um.

 • Við hvetjum starfsfólk okkar til að halda útprentun í lágmarki og leitumst við að nota sem mest rafræn skjöl.
 • Við virðum óskir íbúa sem afþakka fríblöð eða fjólpóst á lúgum sínum og teljum kerfisbundið þær lúgur sem afþakka þau. Þannig stemmum við stigu við ofdreifingu á dreifingarefni.
 • Öllum pappírs- og plastúrgangi er komið í endurvinnslu.
 • Dreifingarfyrirkomulag í fjölbýlishúsum er með þeim hætti að um leið og ný blöð eru sett í Fréttablaðskassa eru afgangsblöð tekin til baka. Afgangsblöðunum er síðan komið í endurvinnslu. Með þessum hætti stillum við framboð og eftirspurn blaðsins af og endurvinnum þau blöð sem eru ekki lesin og ofdreifingu þannig hætt.
 • Við höfum í samvinnu við 365, útgefanda Fréttablaðsins gefið „Blaðberann“ sem er geymslutaska fyrir blöð og auglýsingabæklinga. Þannig auðveldum við heimilum að halda utan um og endurvinna pappírinn sem fellur til á heimilum.

GæÐastefna

Póstdreifing ehf. stefnir að því að veita viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og góða þjónustu með því að bæta stöðugt aðlögunarhæfni sína.

Til þess leggur Póstdreifing áherslu á aÐ:

 • Standa við gefin þjónustuloforð
 • Uppfylla og þekkja þarfir viðskiptamanna, markaðarins og starfsemi þeirra
 • Veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf
 • Bjóða hagkvæma heildarþjónustu á sérsviði Póstdreifingar
 • Styðja starfsmenn Póstdreifingar til menntunar
 • Auka starfsánægju og stuðla að aukinni reynslu
 • Bæta stöðugt liðsandann, hæfni og getu starfsmanna
 • Stuðla stöðugt að miðlun þekkingar á milli starfsstöðva
 • Vinna stöðugt að endurbótum.

Uppfylla opinberar kröfur og kröfur ISO 9001: (ÍST EN ISO 9001)

Póstdreifing ehf | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 | kt: 550894 - 2389 | dreifing@postdreifing.is HAFA SAMBaND