Póst og blaÐberar Póstdreifingar
TAKK FYRIR!

BlaÐberar Póstdreifingar geta sent okkur skilaboÐ hér AÐ neÐan.

Blaðberar Póstdreifingar geta sent okkur skilaboð ef eitthvað er óljóst varðandi blaðburð, dreifingarreglur, frí, laun osfrv., með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hringja í dreifingardeild eða senda tölvupóst á dreifing@postdreifing.is.

Minnum einnig á Facebook hóp póst- og blaðbera, Póst- og blaðberaklúbbur Póstdreifingar.

Sími dreifingardeildar er 585 8300 / 585 8330. Minnum einnig á Grænt & Gjaldfrjálst númer 800 1177.

Vinnureglur

Póst- og blaðberar Póstdreifingar eru andlit fyrirtækisins út á við. Því er nauðsynlegt að þeir sýni þjónustulipurð, kurteisi og tillitssemi við dreifinguna og kappkosti að valda sem minnstu ónæði við útburð pósts og blaða. Þannig þurfa starfsmenn að ganga hljóðlega um við útburð og fylgja eftirfarandi vinnureglum:
 • Setja skal blöð og póst í póstkassa inn um póstlúgur þannig að þær lokist. Blöð og póst má alls ekki setja ofan á póstkassa eða á gólf.
 • Mikilvægt er að láta dreifingadeild Póstdreifingar vita ef það vantar einhvern hluta dreifingarefnis, hvort sem það er aukadreifing eða hefðbundin dreifing.
 • Ef blöð og póstur er skemmdur (t.d. rifinn eða blautur) skal honum ekki dreift. Ef þig vantar ný blöð hafðu þá strax samband við dreifingadeild Póstdreifingar.
 • Ef póstkassi er fullur og greinilegt er að enginn hefur tæmt hann lengi skal honum sleppt nema þegar um nafnapóst er að ræða. Nafnapósti skal ávallt dreift á viðkomandi nafn og heimilisfang.
 • Ef eigandi hefur merkt póstkassa þannig að hann vilji ekki fjölpóst skal honum sleppt ef um fjölpóst er að ræða. Fréttablaðið, Dagskrá Akureyrar og Vikudagskráin flokkast hins vegar ekki sem fjölpóstur heldur eru þau flokkuð sem fríblað. Sama regla gildir um póstkassa sem merktir eru sérstaklega að viðkomandi vilji ekki Fréttablaðið.
 • Ef afgangur verður á dreifingarefni ber að farga því. Nafnapósti má þó aldrei farga, slíkt varðar við lög og veldur brottreksti án frekari viðvörunar.
 • Plasti er vafið utan um blaðapakka og annað dreifingarefni til að verja það fyrir bleytu og hnjaski. Póstdreifing biður póst- og blaðbera að hafa umhverfi sitt í huga þegar plastið er fjarlægt og fleygja því strax í ruslið.
Þagnarskylda Starfsmaður er bundinn þagnarskyldu um allar þær trúnaðarupplýsingar sem hann kann að meðhöndla í starfi sínu hjá Póstdreifingu.

Dreifingardeild


Dreifingardeild
Póstdreifingar
Vatnagörðum 22
104 Reykjavík
ICELAND

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU
Virkir dagar: 06:00 - 18:00
Laugardagar: 06:00 - 10:00
Sunnudagar: LOKAÐ

SÍMAnúmer
Póst- og blaðberar geta leitað til
dreifingardeildar með allar sínar
fyrirspurnir og athugasemdir og er
sími dreifingardeildar.

Sími: 585 8330
Gsm: 669 8360
Grænt og gjaldfrjálst númer: 800 1177

NETFANG
dreifing@postdreifing.is

FACEBOOK HOPURINN
Við erum með lokaðan Facebook hóp sem er eingöngu ætlaður póst- og blaðberum sem starfa hjá Póstdreifingu.

Settar verða inn tilkynningar og upplýsingar fyrir starfsmenn.

Hægt er að setja inn fyrirspurnir á síðuna en athugið að ekki er hægt að tilkynna veikindi á síðunni né óskir um frí. Þær fyrirspurnir þurfa ávallt að berast á dreifingardeildina.

Líkamsbeiting vIÐ póstburÐarstörf


ViÐ póstburÐarstörf þarf aÐ gæta vel aÐ líkamsbeitingu og hér á eftir fara góÐ ráÐ sem hafa ber í huga viÐ blaÐburÐ:
 • Reyndu að vinna öll verk sem næst þér.
 • Farðu nálægt blaðapakkanum þegar þú tekur hann upp af jörðinni.
 • Farðu nálægt lúgum, það er óþarfa álag að teygja sig í þær.
 • Reyndu að hafa blaðakerruna nálægt þér þegar henni er ýtt.
 • Notaðu líkamsþungann til að ýta kerrunni, það er óþarfi að beita of miklu handafli.
 • Dragðu kerruna sitt á hvað með hægri eða vinstri hendi.
 • Láttu fæturna vinna en hlífðu bakinu.
 • Gættu að þér þar sem lúgur eru lágar, beygðu hné og mjaðmir frekar en bakið.
 • Sama á við þegar þú nærð í blöðin í póstkerruna.
 • Þegar þú notar ekki kerru við póstburð notaðu þá frekar tvo poka en einn, það dreifir álaginu jafnar á bakið en þegar allt er í einum poka.

Öryggisnefnd

Hjá Póstdreifingu er starfandi öryggisnefnd sem er ætlað að skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu til starfsmanna og hafa eftirlit með að ráðstafanir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum. Blaðberar geta leitað til nefndarmanna með þau atriði sem þeir telja að bæta þurfi úr.

Öryggisnefnd Póstdreifingar er skipuÐ eftirfarandi starfsmönnum:

 • Dagný Ragnarsdóttir, dagny(hja)postdreifing.is
 • Margrét Jósefsdóttir, margret(hja)postdreifing.is
 • Lijana Pauzuole, lijana(hja)postdreifing.is
 • Ólafur Helgi Ingason, olafur(hja)postdreifing.is

Vinnutími

DREIFINGAR
Dagblöðum og pósti er dreift 6 daga vikunnar allt árið að undanskyldum eftirfarandi stórhátíðardögum.

 • 1.janúar, nýársdagur
 • Föstudagurinn langi
 • Annar í páskum
 • Annar í hvítasunnu
 • Frídagur verslunarmanna
 • Jóladagur
 • Annar í jólum
Almennur vinnutími
Virkir dagar: 06:00 - 07:00
Laugardagar: 06:00 - 08:00
Sunnudagar: LOKAÐ
SEINKUN
Blöðin eru keyrð heim til póst- og blaðbera og skilin eftir á lóð eða við dyr.

Ef seinkun er á dreifingu til blaðbera skal blaðberi bera út við fyrsta tækifæri og láta dreifingardeild vita um seinkunina, að því gefnu að ástæða seinkunar sé hjá blaðbera.
VEIKINDI OG LEYFI
Ef blaðberi er veikur og getur ekki borið út þarf að tilkynna það við fyrsta tækifæri.

Sími: 585 8330
Gsm: 669 8360
Grænt og gjaldfrjálst númer: 800 1177

Biðja þarf um frí með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara
Póstdreifing ehf | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 | kt: 550894 - 2389 | dreifing@postdreifing.is HAFA SAMBaND